Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Fornleifarannsóknir á Gásum

Hvergi á landinu eru til jafnmiklar minjar um verslun til forna eins og á Gásum og því eðlilegt að staðurinn hafi vakið athygli fornleifafræðinga. Árin 1907 og 1986 voru gerðar könnunarrannsóknir á Gásum sem sýndu að þar eru djúp og flókin mannvistarlög frá miðöldum.

Rannsóknir Daniels Bruun og Finns Jónssonar voru þær umfangsmestu sem gerðar höfðu verið á Gásum. Þeir grófu upp 16 prufuholur og 4 samfelldar búðartóftir. Nánar hér.

Árið 1986 gerðu dr. Margrét Hermanns – Auðardóttir og Bjarni F. Einarsson könnun á Gásum og grófu þar 4 prufuholur, þar af eina í kirkjutóftinni. Niðurstöður þeirra voru sambærilegar við fyrri rannsókn. Nánar hér
Árið 2001 - 2006 stóðu Minjasafnið á Akureyri, Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands fyrir frekari fornleifarannsóknum á Gásakaupstað við Eyjafjörð. Fornleifauppgreftri er nú lokið í bili en búið er að opna um 1400 fermetra en það er um 10% af minjasvæðinu. Úrvinnslu gagna er ekki lokið en stefnt er að útgáfu rannsóknarrits árið 2009. Nánar hér.

Fundnir munir

 

Á síðastliðnum árum hefur eitt stærsta safn miðaldaleirkerjabrota á
Íslandi fundist á Gásum og enn bætist við safnið. Flest eru brotin þýsk eða ensk að uppruna og tímasett til 14. og 15. aldar. Nýlega fundust leirkerjabrot sem rekja má til austurhluta Englands og til Rínlanda, og þeirra á meðal voru brot úr krukku sem notuð var til að geyma olíur eða smyrsli. Nokkra athygli vekur fundur koparpenings en hann er sá fyrsti sem fundist hefur í Gásakaupstað. Nánar hér.

Sögulegar heimildir

 

Ýmislegt bendir til þess að Gásakaupstaður hafi byggst upp vegna aðgerða höfðingjans og goðans Guðmundar dýra sem lagði niður Vaðlaþing, vorþingstað héraðsins, en það mun hafa verið seint á 11. öld. Nánar hér.

 


 

 

Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

_MG_0999.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis