Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Erlend tengsl

Miðaldabær heimsóttur

Þann 25. ágúst 2006 hélt handverksfólk úr Gásahópnum til Middelaldercentret í Nyköbing í Danmörku. Þessi ferð var liður í samstarfsverkefni Minjasafnins á Akureyri og Middelaldercentret sem styrkt var af norræna menningarsjóðnum. Handverksfólkið okkar sótti námskeið um hvernig lifa ætti sem borgari í Sundköbing árið 1394, hvað menn vissu á þeim tíma um umheiminn, hvernig þeir klæddust og hvað þeir gerðu og hvernig þeir unnu sín verk, matreiddu, gerðu skó, saumuðu flíkur, smíðuðu og margt fleira. Beate, Helgi, Guðrún, Hadda, Lene og Friðbjörg klæddust síðan miðaldafatnaði og gengu inn í Sundköbing eins og hver annar borgari og áttu þar heima í þrjá daga og höfðu bæði gagn og gaman af þessari heimsókn. Hér má sjá nokkrar myndir frá Sundköbing þar sem handverksfólkið er að störfum.

Sundköbing er tilbúinn kaupstaður frá miðöldum sem staðsettur er í Nyköbing Falster í Danmörku. Þorpið samanstendur af nokkrum húsum handverksmanna og verkstæðum auk húsi kaupmannsins og pakkhúsi. Íbúar þorpsins eru að mestu handverksfólk s.s. smiður, skraddari, vefari, litari og reipgerðar maður auk kaupmannsins og fjölskyldna þeirra. Riddarinn Henrik Svane sem situr í ríkisráðinu er lénsherra á svæðinu og hefur komið upp burtreiðavelli við þorpið þar sem riddarar reyna með sér.

  

Fyrir áhugasama sem vilja fræðast nánar um starfsemina á Middeladercenter og það sem það sem þar fer fram má benda á heimasíðuna www.middeladercenter.dk

 

The Gásir project

Gásakaupstaður ses/
The Gásir project 
Email: ragna@minjasafnid.is 

Mynd augnabliksins

GAS04_11-FVR03-02_small.JPG

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis