Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Miðaldaverslun á Íslandi

Gásir er eini verslunarstaðurinn frá miðöldum sem til er á landinu. Minjarnar eru vel sýnilegar og vel varðveittar. Staðurinn er athygliverður frá alþjóðlegum sjónarhóli þar sem hann var mikilvægur hlekkur í verslun um Norður Atlantshaf á hámiðöldum. Gildi staðarins í menningarsögulegu tilliti er mikið þar sem miklar heimildir eru til um staðinn og því auðvelt að endurgera og segja frá því sem þar átti sér stað. 

Gása er síðast getið 1391 og skömmu síðar virðist verslun þar hafa lagst niður eða á 15. öld. Nýjustu fornleifarannsóknir benda þó til þess að verslað hafi verið lengur en áður hefur verið talið, eða fram á 16.öld. Elstu lýsingar á rústum á Gásum eru frá seinni hluta 18. aldar og þegar á 19. öld var mönnum ljóst að hér væri einn umfangsmesti og merkilegasti minjastaður á Íslandi. Gásir eru friðlýstar minjar samkvæmt Þjóðminjalögum, enda eru kaupstaðaminjar af þessu tagi afar fágætar.

Viðskipti Íslendinga á miðöldum

Íslendingar stunduðu á miðöldum viðskipti við Norðurlönd og Bretlandseyjar. Frá 1262 fram yfir 1400 var verslun þó eingöngu bundin við Noreg. Englendinga, og síðar Þjóðverjar, urðu umsvifamiklir í verslun á 15. öld og áttu í samkeppni við Dani þar til að danska einokurnarverslunin hófst 1602. Gásir í íslenskum fornritum

Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

_MG_9965.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis