Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Sögulegar heimildir

Engar sagnfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar um Gásir sjálfa, fyrir utan það sem menn hafa tínt saman úr ritheimildum í tilefni fornleifarannsóknanna. Heimildum um utanferðir og skipakomur á Gásum hefur þó verið safnað saman á einn stað sem er aðgengilegur til frekari greiningar. Ljóst er að Gásir gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum á verslunarsögu miðalda bæði hvað varðar hagfræðileg og samfélagsleg atriði. Eitt af álitamálunum um íslenskt miðaldasamfélag er hvort utanríkisverslun skipti máli fyrir samfélagið í heild eða hvort að fyrst og fremst var verslað með munaðarvöru. Einnig er óljóst hvort verslunarstaðir eins og Gásir voru fyrst og fremst til vegna utanríkisverslunar eða hvort þar fór einnig fram innanlandsverslun. Einnig er óljóst hvort staðir eins og Gásir höfðu líka almennara hlutverk, sem móts- og jafnvel þingstaðir, tímabundnar miðstöðvar í sínum landshluta.

Af hverju lagðist kaupstaðurinn af?

Ein tilgáta er uppi um af hverju Gásakaupstaður hafi lagst af í lok 14. aldar. Hún byggir á því að Hörgárósar hafi breyst vegna stórfelldra skriðufalla í Hörgárdal 1390 með þeim afleiðingum að framburðurinn safnaðist upp við ósa Hörgár og gerði hana ónothæfa. Þó að uppgröfturinn sumarið síðustu sumur bendi til að verslun á Gásum hafi verið fram eftir 15. öld og jafnvel fram á þá 16. er þessi tilgáta enn markverð og ljóst er að rannsóknir á umhverfi Gása, bæði jarðfræði og gróðurfari, skipta miklu máli til að skera úr um þetta mál.

Sögulegar heimildar benda til þess að Gásakaupstaður hafi byggst upp vegna aðgerða höfðingjans og goðans Guðmundar dýra sem lagði niður Vaðlaþing, vorþingstað héraðsins, en það mun hafa verið seint á 11. öld. Við þessar aðgerðir tapar Kaupangur, sem var verslunarstaður við þingstaðinn, þýðingu sinni og Gásakaupstaður er talinn hafa tekið við. Í sögulegum heimildum er minnst á það að skipakomur hafi verið á hverju ári á Gásum allt frá byrjun 12. aldar en fornleifarannsóknirnar hafa hvorki hrakið né stutt þessar heimildir þar sem elstu mörk Gásakaupstaðar hafa ekki enn fundist fram til þessa.
Gásir í íslenskum fornritum

Gása er meðal annars getið í Sturlungu, sem er safn sagna sem gerast á íslandi frá fyrri hluta 12. aldar til loka þjóðveldis um 1262, Biskupasögum, sem eru samtímasögur frá 13. og 14. öld um þá biskupa sem setið höfðu á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti, Fornbréfasafni, sem er safn fornra skjala, bréfa, dóma, máldaga, skráa og ýmiskonar gerninga sem varða Ísland og Íslendinga fram á síðari hluta 16. aldar þegar alþingisbækur, lagasöfn og fleira tekur við, og Íslendingasögunum, einkum þó í norðlenskum og eyfirskum sögum. Nánar hér

Hér má finna þau fornrit sem Gásakaupstaður er nefndur á nafn:

Sturlunga  Biskupasögur   Fornbréfasafn  Annálar   Íslendingasögur

Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

HG__6000.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis