Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Uppbygging á Gásum


Alþjóðaferðamálaráðið telur að 37% allra orlofsferða í heiminum séu menningartengdar og muni vægi slíkrar ferðaþjónustu aukast á næstu árum. Í þessu samhengi á verslunarstaðurinn Gásir sér bjarta framtíð sem ferðamannastaður í framtíðinni.

Á árinu 2007 verður unnið að því að gera svæðið aðgengilegra og um leið skiljanlegra m.a. með göngustígum og fræðsluskiltum um náttúrufar, fornleifar og sögu Gása en einnig tengja Gásir öðrum sögustöðum í nágrenninu. Auk þessa á að bæta þjónustu á staðnum með snyrtingum og bættri aðkomu.

Í framhaldinu er síðan ætlunin að á svæðinu verði settar upp tilgátubúðir sem verði í samræmi við niðustöður fornleifarannsóknarinnar, með það að leiðarljósi að gestir fái vitneskju um hvernig hýbýlin á Gásum voru byggð og úr hverju. Á vissum tímum verða þar lifandi sýningar með fólki við störf og leik þar sem gesturinn getur upplifað staðinn með því að sjá, hlusta og taka þátt í því sem fram fer.

 

Tilgátuteikning af Gásum

Hér að neðan má sjá tilgátuteikningu af Gásum sem búin var til af Gagarín ehf. Hún er byggð á fornleifarannsóknum sem fram fóru árin 2001-2005.

 gtilg3novr_400

Smellið á myndina til að stækka hana


 

Gásir verður um leið afþreyingarsvæði þar sem hægt verður að sækja allt í senn fróðleik, skemmtun og afþreyingu sem byggir á sérstöðu staðarins, þ.e. sögu hans og nærliggjandi sögustaða, fornleifum, náttúru, handverki og iðnaði.

Í væntalegu þjónustuhúsi er fyrirhugað að verði varanleg yfirlitssýning um Gásakaupstað og verslun á miðöldum en auk sýningarsalar verður þar fjölnotasalur/kaffiaðstaða, móttaka og minjagripaverslun, snyrtingar, vinnuaðstaða og geymsla.

Gásakaupstaður ses

Umsjón með Miðaldadögum á Gásum hefur Ragna Gestsdóttir
Netfangið er ragna@minjasafnid.is og símanúmerið 462 4162 eða 867 8683

 

Mynd augnabliksins

konnubrot.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis