Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Fréttir

Iðandi mannlíf á Miðaldadögum á Gásum

þriðjudagur 19.júl.16 16:52

hg__5701_400

Dagana 15.-17. júlí voru haldnir Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð. Vel á annað þúsund manns

sóttu hátíðina heim og nutu þess að kynnast miðaldalífinu á þessum forna verslunarstað.

Brennisteinsvinnsla, eldsmíði, kaðalgerð, kolagerð og vattarsaumur var meðal þess sem gestir staðarins gátu fræðst um ásamt húsakosti á Gásum og fornleifasvæðinu sjálfu.

Oft sló í brýnu hjá þungvoppnuðum bardagamönnum og Grettir Ásmundarson sagði frá ævi sinni og afrekum. Þjófar voru settir í gapastokkinn og gestir grýttu þá eggjum. Gestir gátu einnig prófað að skjóta af boga og einnig fengu Gásverjar aðstoð margra gesta við kaðalgerð.

Gásir, sem standa við ósa Hörgár, um 11 km norðan Akureyrar, voru ein mikilvægasta inn- og útfluttningshöfn Íslendinga á miðöldum og er staðarins víða getið í fornum ritum, t.d. Sturlungu og Íslendingasögum. Viðskipti munu hafa verið mikil og einnig er sagt frá deilumálum og öldrykkju. Tóftir búðanna, sem og kirkjunnar og kirkjugarðsins, sem þarna stóðu eru nú friðlýstar fornminjar.

Minjasvæðið, sem er um 14000 m2, er vel sýnilegt þar sem það stendur við ósa Hörgár, en ósarnir eru á náttúruminjaskrá og því tvinnast þarna saman menning og náttúra.

 


Til baka


Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

IMG_3768.JPG

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis