Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Fréttir

Bátasmíði að Gásum

mánudagur 15.jún.15 15:44
Á Miðaldadögum í sumar hefst skemmtilegt verkefni sem á vonandi eftir að standa í mörg ár. Hafist verður handa við að smíða bát sem verður alfarið smíðaður með miðaldaverkfærum og með verklagi frá því um 1300. Hjalti Hafþórsson bátasmiður verður við þessa iðju ásamt fleirum, en báturinn verður eingöngu í smíðum á meðan Miðaldadagar standa yfir, svo hætt er við því að báturinn verði ekki tilbúinn fyrr en eftir býsna mörg ár. Það er þó alveg í stakasta lagi, því markmiðið með þessu verkefni er ekki að búa til bát, heldur sýna verklagið sem væntanlega var viðhaft við bátasmíðar í kring um árið 1300.

Til baka


Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

IMG_5413.JPG

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis