Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Fréttir

Miðaldadagar ganga vel

laugardagur 21.júl.12 19:09

Á annað þúsund manns komu á Miðaldadaga á Gásum í blíðskaparveðri í dag, laugardag. Þrátt fyrir mannfjöldann fundu flestir eitthvað til að una sér við. Börnin léku sér í miðaldaleikjum, sum með trésverðum eða æfðu sig í bogfimi. Unglingarnir voru við það að tapa sér í knattleik að fornum sið, enda afar spennandi. 

Þeir sem eldri voru fengu sér hressingu og hlýddu á miðaldatónlist og dáðust að handverki. Einhverjir keyptu sér vaðmál til að sauma sér miðaldabúning en aðrir lærðu að hreinsa brennistein til að púðurgerðar.

Margt fleira er hægt að upplifa á  Miðaldadögum, en þeir halda áfram á morgun, sunnudag, kl. 11-18.


Til baka


Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

HG__5756.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis