Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Fréttir

Stígagerð lokið

miðvikudagur 18.júl.12 21:43
Stígamennirnir
Stígamennirnir

Vaskur hópur sjálfboðaliða frá SEEDS hefur nú lokið við að leggja göngustíg að fornleifasvæðinu að Gásum. Með því verður aðgengi að svæðinu mun betra og opnast falleg og skemmtileg gönguleið.

Stígurinn liggur frá bílastæðinu að upplýsingaskiltunum sem komið var fyrir á sínum tíma, niður að kirkjustæðinu og síðan meðfram fornleifasvæðinu og suður eftir þar sem hann mætir Skipalónsstígnum. Þannig myndar hann hring sem er þægilegur göngutúr.

Hópurinn sem vann að stígagerðinni undir stjórn Jóhannesar Árnasonar kemur víða að, frá Grikklandi, Ítalíu, Lettlandi, Belgíu og Bandaríkjunum. Gásakaupstaður ses kann þeim og SEEDS samtökunum bestu þakkir fyrir. 


Til baka


Gásakaupstaður ses

Umsjón með Miðaldadögum á Gásum hefur Ragna Gestsdóttir
Netfangið er ragna@minjasafnid.is og símanúmerið 462 4162 eða 867 8683

 

Mynd augnabliksins

_MG_0263.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis