Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

n4_2016

Fréttir

Síðasti Miðaldadagurinn í dag!

þriðjudagur 19.júl.11 07:47
Um 1500 gestir hafa lagt leið sína á Miðaldadaga á Gásum síðustu þrjá daga. Þar er margt að sjá sem gleður auga og eyra. Kolagröf hefur nú verið tekin tvisvar og fyrri kolagerðin heppnaðist eins og best verður á kosið. Seinni kilagröfin verður opnuð í dag og eftirvænting ríkir því spennandi verður að sjá hvernig til tókst. Eldmiðirnir nýta kolin meðan þeir hamra járnið, ljúfir tónar óma um kaupstaðinn, matarilmur og hlátrasköll barna og fullorðna blandast sverðaglamai og háreysti bardagamanna sem eigast við. Kaupmennirnir laða að viðskipðtavini og ótal munir hafa skipt um eigendur. Veðrið hefur leikið við Gásverja og líkt og í gær kyssir sólin andlit og skalla. Myndin er tekin á laugardaginn af Herði Geirssyni þegar langskipið Vésteinn sigldi við Gáseyrina.

Til baka


Gásakaupstaður ses

Umsjón með Miðaldadögum á Gásum hefur Ragna Gestsdóttir
Netfangið er ragna@minjasafnid.is og símanúmerið 462 4162 eða 867 8683

 

Mynd augnabliksins

reiDmaDur.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis